Minni
Hægt er að vista efni í innri geymslu tækisins og í minniskortið.
Minniskort
Tækið þitt styður microSD™ minniskort sem er notað til að geyma efni. Einnig er hægt
að nota þessa kortagerð sem laust minniskort með öðrum samhæfum tækjum.
Hugsanlega þarftu að kaupa minniskort sérstaklega.
Minniskortið forsniðið
Þú getur forsniðið minniskortið í tækinu, til dæmis til að losa um minni. Þetta þýðir að þú
eyðir öllum gögnum á kortinu.
Allt efnið á minniskortinu tapast. Tryggðu að þú hafir gert öryggisafrit af öllu sem þú vilt vista
áður en minniskortið er forsniðið. Til að búa til öryggisafrit af efninu getur þú afritað það á
tölvuna.