Tengiliðir fluttir með tölvu
Xperia™ Transfer er forrit sem hjálpar þér að taka saman tengiliði í gamla tækinu og flytja
þá yfir í það nýja. Xperia™ Transfer, sem þú getur nálgast í gegnum Xperia™ Companion
hugbúnaðinn, styður við fartæki sem keyra á iOS/iCloud og Android™. Ef þú ert að
skipta úr iOS tæki bendir App Matching eiginleikinn á forrit í Android sem eru sambærileg
iOS forritunum þínum.
Til að nota Xperia™ Transfer þarftu:
•
Tölvu tengda við Internetið.
•
Nýja Android™ tækið.
•
USB-snúru fyrir nýja Android™ tækið.
•
Gamla tækið þitt.
•
USB-snúru fyrir gamla tækið þitt.
Það getur verið að þú þurfir ekki gamla tækið þitt. Þú getur tengt beint við iCloud eða notað
staðbundið öryggisafrit fyrir iOS tæki. Fyrir Sony tæki sem þú áttir áður getur þú notað
staðbundin afrit.
Tengiliðir fluttir í nýja tækið þitt
1
Leitaðu að og sæktu Xperia™ Companion for Windows á
http://support.sonymobile.com/tools/xperia-companion eða Xperia™ Companion
for Mac á http://support.sonymobile.com/tools/xperia-companion-mac ef
hugbúnaðurinn er ekki þegar settur upp.
2
Tengdu tækið við tölvuna með USB-snúrunni.
3
Eftir að búið er að setja upp forritið opnarðu Xperia™ Companion hugbúnaðinn ef
hann ræsist ekki sjálfkrafa, smellir síðan á
Xperia™ Transfer
og fylgir
leiðbeiningunum um flutning á tengiliðunum þínum.