Yfirlit stillinga
Lærðu að þekkja stillingarnar í tækinu þannig að þú getur persónugert þær eftir þörfum
þínum.
Wi-Fi
Kveiktu eða slökktu á Wi-Fi®, leitaðu að Wi-Fi® símkerfum
sem eru til staðar, eða bættu Wi-Fi® símkerfum við.
Bluetooth
Kveiktu eða slökktu á Bluetooth™, leitaðu að Bluetooth™
tækjum sem eru í boði og gerðu tækið sýnilegt eða ósýnilegt
öðrum Bluetooth™ tækjum.
Gagnanotkun
Kveiktu eða slökktu á farsímagagnaumferð og stýrðu
upplýsingum um gagnanotkun á sérstökum tíma.
Meira...
Kveiktu eða slökktu á flugstillingu, grunnstillingum fyrir VPN
og farsímakerfi og kveiktu á tækinu þínu til að samstilla
gagnaflutningatengingu sem flytjanlegan Wi-Fi®-heitan reit
eða í gegnum USB-tjóðrun eða Bluetooth™-tjóðrun. Þú
getur einnig kveikt eða slökkt á NFC-valkostinum.
Símtalsstillingar
Stýrðu og grunnstilltu stillingum fyrir læst skammvalsnúmer,
talhólf og internetssímtöl.
Hljóð
Stilltu hvernig tækið hringir, titrar eða varar þig við þegar þú
færð boðsendingar. Þú getur einnig notað þessar stillingar til
að stilla styrkinn fyrir tónslit, myndskeið, leiki eða annan miðil
með hljóði og stilla nokkrar tengdar stillingar.
Skjár
Kveiktu á skjá tækisins til að skipta um stað þegar þú snýrð
tækinu þínu. Þú getur einnig stillt birtu, stafastærð,
veggfóður og tímatakmörkun skjásins.
Geymsla
Athugaðu rýmið sem er í boði í innri geymslu og á SD-
kortinu. Þú getur einnig eytt SD-kortinu, eða taka það úr fyrir
öruggan flutning.
Orkustjórnun
Kveiktu eða slökktu á STAMINA-stillingu. Þú getur einnig
skoðað stöðu rafhlöðunnar og sjáðu mismunandi
orkunotkun forrita á rafhlöðunn.
Forrit
Stýrðu keyrslu forrita, niðurhal forrita og forrit á SD-korti.
Xperia™
Fá aðgang að röð af stillingum sem er sniðið að Xperia
tækinu þínu, til dæmis USB-tengingarstillingu, USB-
tengingastillingu, internet, skjáspeglun og Throw-stillingum.
Staðsetningarþjónusta
Kveiktu eða slökktu á aðgangi þínum að
staðsetningarupplýsingum.
Öryggi
Verndaðu tækið þitt með því að stilla upp mismunandi
læsingum og lykilorðum. Einnig getur þú leyft uppsetningu
forrita sem eru ekki í boði frá Google Play™.
Tungumál og innsláttur
Veldu tungumál tækisins, stilltu textainnsláttarvalkosta og
grunnstilltu talstillingar.
Öryggisafrit og núllstilling Búðu til öryggisafrit af gögnum þínum og núllstilltu tækið.
Uppsetningarhjálp
Settu hjálparstillingu upp í tækinu þínu.
Bæta við reikningi
Bættu reikningi við tækið þitt, t.d. pósthólf eða Google™
reikning.
112
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Dagsetning & tími
Stilltu tíma og dagsetningu eða veldu netboðin gildi. Veldu
kjörstillta dagsetningu og tímasnið.
Aðgengi
Kveiktu á uppsett aðgangsþjónustum og stilltu tengdar
stillingar.
Hönnunarvalkostir
Stilltu valkosti fyrir forritaþróun. Til dæmis getur þú birt CPU-
notkun á heimaskjánum eða notað tækið þitt til að slá inn
villustillingu þegar USB-tengingarnar eru virkar.
Um símann
Skoðaðu upplýsingar um tækið þitt, eins og
tegundarnúmerið og sendistyrkinn. Einnig er hægt að
uppfæra hugbúnað með nýjustu útgáfunni.